Um Linux og Opinn hugbúnað
Lítil einföld umfjöllun um
Linux og Opinn hugbúnað, hér er
reynt að svara algengum spurningum á
einfaldan máta.
Til stendur að finna fljótlega annan stað til að
hýsa þetta efni, upplýsingar um það
yrðu settar á þessa síðu.
Hvað
er Linux ?
Linux er stýrikerfiskjarni
byggður á UNIX sem Linus Torvalds byrjaði
að skrifa
árið 1991, upp úr
kennsluútgáfu af UNIX
sem kallaðist minix. Nafnið er semsagt samsett
úr Linus
og Minix.
En Linus var ekki einn í heiminum,
það voru
margir sem fengu áhuga á þessu
UNIX-lega kerfi sem
gat gengið á PC-vélar í
stað “stóru
járnkassanna” eins og áður var
raunin með UNIX.
Einn stærsti útgangspunktur
þeirra sem
skrifuðu
upphaflega kjarnann var að hann virti svokallaðan POSIX
staðal og í dag er stundum talað um
ákveðin
forrit að þau gangi á
POSIX-samhæfðum
stýrikerfium. Apple Macintosh stýrikerfinu var
skipt yfir
í náskyldan BSD-kjarna árið
2001 og telst
því núna vera POSIX-samhæft
stýrikerfi.
Annar stór útgangspunktur var
að skrifa
þennan
kjarna sem frjálsan og opinn
hugbúnað.
En
hvað er þá
stýrikerfi?
Í nútíma
tölvum er hugbúnaði skipt
upp í nokkur lög, misnálægt
notandanum.
Kjarninn er sá hluti stýrikerfis sem
sér um
öll samskipti við
vélbúnað
(örgjörva, minni, diska o.s.frv.) með
aðstoð
rekla (drivers) og ýmissa stuðningsforrita. Ofan
á
það koma svo hin eiginlegu forrit, í
nokkrum
misdjúpum lögum. Stundum er talað um
skeljar í
þessu sambandi, eitt lag kemur ofan á
annað.
Venjulegur tölvunotandi er þannig
oftast að
eiga
samskipti við ysta lagið, og er það
í
langflestum tilfellum svokallað
skjáborðsumhverfi.
Hvað
er
skjáborðsumhverfi?
Linux
notendur geta valið um nokkur mismunandi
skjáborðsumhverfi (t.d. Gnome og KDE) og er
fjallað
nánar um þau hér.
Þau eru
mis-kröfuhörð á
vélbúnað
(hraða örgjörva, magn minnis,
skjákort), eru
nokkuð misjöfn að útliti og hafa
nokkuð
mismunandi aðferðir við að gera
sömu hlutina.
Í grunninn eru þau samt að gera
það sama;
hjálpa notandanum að ræsa forrit og
að halda utan
um það efni og hugbúnað sem
á tölvunni
er. Oftast er stuðst við einhvers konar
samlíkingu
við skrifborð eða vinnuborð og
notað myndmál
úr því umhverfi til að
skýra hlutina,
s.s. möppur, skjöl og klippiborð.
Hvað
er Linux dreifing (distró)?
Þegar Linux er sett upp á
tölvum er
almennt talað
um að setja upp einhverja ákveðna dreifingu
af Linux
(t.d. Fedora, Ubuntu, OpenSuse). Þá er
búið
að velja saman einhverja gerð af kjarna,
ásamt forritum
og stjórntækjum sem vinna vel saman auk
þess að
föndra við hluti eins og útlit og
sértæka
virkni. Það eru til mjög
sérhæfðar
dreifingar, til dæmis ætlaðar sem
stýrikerfi
á síma eða til ræsingar af
USB-minnislyklum.
En
þrátt fyrir útlitsmun eru dreifingarnar
að
mestu leyti svipaðar hvað virkni
áhrærir,
það er helst munur á hvaða
forritapakkar koma
foruppsettir með þeim, hvaða
skjáborðsumhverfi
hefur orðið fyrir valinu og hvaða
tæki fylgja með
til að halda utan um forrit og stýrikerfi.
Nánar er
fjallað um val
á Linux dreifingum hér.
Flestar dreifingar halda úti
svokölluðum
pakkageymslum
(repository), einnig nefnt á íslensku
hugbúnaðarupptök. Það eru
líka til
pakkageymslur sem þjónusta fyrir margar dreifingar
eða
jafnvel fyrir einstök forrit, slíkt þarf
að setja
upp sérstaklega. Þessar pakkageymslur innihalda
forritapakka til uppsetningar í gegnum svokallaða
pakkastjóra (Package Manager), ekki
ósvipað Windows
update vefsvæðinu.
Pakkageymslur þessar eru
vírusleitaðar, hugbúnaðurinn
í þeim
hefur verið prófaður og vottaður til
að virka
fyrir viðkomandi dreifingu. Pakkastjórinn
sér um
að setja forritin upp á réttan
hátt og að
setja upp í leiðinni þann
aukahugbúnað sem
þarf til að viðkomandi forrit virki.
Öryggisviðbætur eru
meðhöndlaðar á
sama hátt. Meira
um þetta hér.
Er
Linux þá
orðið eins og Windows?
Nei,
aldrei í grunninn, því undirliggjandi
kerfið er
allt annað (og betra). Linux getur nálgast
það –
ef menn vilja. Microsoft fann hvorki upp gluggaumhverfið
né
skjáborðsumhverfið, það
má hinsvegar
segja að í krafti útbreiðslunnar
hafi þeir
sett “de-facto” venjur og staðla við notkun
einkatölva.
Reyndar er talað um að með Windows hafi
fólk
fengið í kaupbæti vinnuferli sem kennt er
við
“American Corporative” - segja má með nokkrum
rökum
að Linux sé bæði
akademískara og
evrópskara/alþjóðlegra en
Windows.
Sum skjáborðsumhverfin
fyrir Linux geta
líkst
MS-Windows mjög mikið og einstaka Linux dreifingar
ganga eins
langt í að líkjast
því eins og
siðlegt/löglegt þykir. Enn aðrar
dreifingar samsama sig frekar útliti OSX
stýrikerfisins frá Apple. Flestar Linux
dreifingar vilja þó
að það sé útlitsmunur,
svo framarlega
að
það standi ekki í vegi fyrir notagildi
tölvunnar.
Oft hefur verið kvartað
yfir því að Linux styðji ekki
nógu vel við ýmsar gerðir af
vélbúnaði. Þetta er
beinlínis rangt af því
það eru margir framleiðendur
vélbúnaðar sem styðja ekki
nógu vel við Linux. Og síðustu
árin er staðan sú að Linux
styður orðið mun fleiri gerðir
vélbúnaðar heldur en t.d. Windows. Eftir
sem áður er staðan sú að
oft líður einhver tími
áður en tekist hefur að skrifa rekla fyrir
glænýjan vélbúnað.
Oft er það þannig að
því vandaðri og dýrari sem
vélbúnaðurinn er,
því meiri líkur eru á
að stuðningur sé fyrir hendi í
Linux - ef búnaðurinn er til notkunar í
fyrirtækjarekstri eru meiri líkur á
að reklar séu skrifaðir strax.
Ódýrt tilboðsdót er
ólíklegara til að virka með Linux.
Stóri munurinn á
Linux og Windows er samt frelsi,
stundum
of mikið fyrir suma, greitt með
ábyrgð og
nákvæmni.
Er
Linux víruslaust?
Innan við 100 vírusar
hafa verið sérskrifaðir
fyrir Linux, helsta ástæðan er hve erfitt
er að
komast upp á milli notenda eða fá
kerfisstjóraaðgang (root). Að auki eru allar
pakkageymslur (repository) skannaðar reglulega.
Þetta
þýðir samt ekki að menn eigi ekki
að keyra
vírusvörn í Linux. Ef verið er
að skiptast
á skjölum við Windows notendur t.d.
með SAMBA
eða tölvupósti, þá er
hætta á
að vírusar dreifist áfram til
Win-notenda. Eins er
til dæmi um Ooffice macro-vírus að nafni
Bad Bunny sem
náði að smita önnur
office-skjöl innan Linux
vélar, en til þess þurfti að
opna skjalið og
keyra macro-skriftuna. Í slíku tilfelli skemmist
í
mesta lagi eitthvað hjá viðkomandi notanda,
en
stýrikerfið sjálft ætti
að sleppa nema menn
hafi farið óvarlega með
kerfisstjóraréttindi.
Í rauninni hafa Linux umsjónarmenn meiri
áhyggjur
af hlutum eins og innbrotum utanaðkomandi aðila og
þá misnotkun þeirra á
kerfinu, en það á einnig við um
öll
önnur nettengd
stýrikerfi í dag.
Hvað
er frjáls opinn
hugbúnaður?
Frjáls
hugbúnaður er
hugbúnaður sem handhafi má nota,
afrita, rannsaka, breyta, bæta og dreifa með og
án breytinga að vild.
Hugbúnaður sem flokkast undir þessa
skilgreiningu er meðal annars
hugbúnaður sem ekki nýtur verndar
höfundarlaga og hugbúnaður sem gefinn
eru út undir frjálsum
hugbúnaðarleyfum.
Hugmyndin
um opinn hugbúnað er búin að vera
til lengi, enda
í beinu samhengi við akademískan
hugsanahátt
þar sem allar takmarkanir á aðgangi
að
frumheimildum eru illa séðar.
Hinsvegar er
það
ekki fyrr en um miðjan níunda áratug 20.
aldar sem
Richard Stallman skilgreindi hugtakið Frjáls Opinn
Hugbúnaður (Free Open-Source Software) í
þá veru sem við þekkjum
það í
dag.
Hann stofnaði Frjálsu
hugbúnaðarstofnunina
og GNU verkefnið
til að stemma stigum við
þeirri
þróun í
hugbúnaðargeiranum að
framleiðendur voru farnir að setja notendaleyfi
á
hugbúnað sem heftu aðgang notandans til
frekari
þróunar á honum. Í stuttu
máli að
verið væri að auðvelda
hugbúnaðarframleiðendum að
markaðssetja
hugbúnað sem hvorki hentaði notandanum,
né
væri almennilega yfirfarinn og
villuleitaður.
Eitt
slagorða þeirra sem aðhyllast opinn
hugbúnað
hefur verið; “free
as in speech, free as in beer”,
þetta
kemur til út af tvöfaldri merkingu orðsins
“free”
í ensku; það getur bæði
þýtt
“frjáls” og “ókeypis”. Á
íslensku er
þetta ekki vandamál, við getum
talað um
(frjálsan) opinn hugbúnað sem
sé
ókeypis (eða ekki).
Hverjir
búa til opinn
hugbúnað?
Opinn
hugbúnaður er oftast nær unninn af
mörgum
aðilum í hópum, öðrum er
heimilt að
skoða kóðann, gera tillögur um
það sem
betur mætti fara og skrifa sínar eigin
viðbætur
eða breytingar. Séu menn
ósammála um
aðferðir eða útfærslur
verða til
“kvíslar” (forks) ef menn ná ekki saman.
Síðan
lifir væntanlega sá hugbúnaður
sem er bestur
til viðkomandi verkefnis.
Mörg stór og lítil
fyrirtæki
bæði
nota og framleiða opinn hugbúnað. Kostirnir
við
þessa aðferð er að fá
að nota
kóða sem þegar er búið
að skrifa,
bæta við hann því sem
þykir vanta eða
sem hentar viðkomandi fyrirtæki, og að geta
lagt
kóðann í dóm
hæfileikaríkra forritara (og notenda).
Margar Linux dreifingar eru þannig tengdar
stórum hugbúnaðar og
tæknifyrirtækjum á borð
við Novell og RedHat. Þessi fyrirtæki eru
að selja sínar eigin dreifingar
(ætlaðar fyrirtækjaumhverfi), en styrkja og
halda úti opnum ókeypis systurdreifingum
(Opensuse og Fedora) þar sem eiginleg
þróunarvinna fer fram. Sun og IBM gera
svipaða hluti varðandi OpenOffice
skrifstofuvöndulinn.
Má
selja opinn
hugbúnað?
Þar sem opinn
hugbúnaður er oftast nær
samvinnuverkefni margra aðila, gilda strangar reglur um
meðferð kóðans. Notendaleyfi eru
ýmissar
gerðar og ekki geta þau öll fallist undir
ströngustu reglurnar; sbr. lista yfir frjáls
hugbúnaðarleyfi. Almenna reglan er
að enginn
getur selt
það sem einhver annar er höfundur
að, og í
rauninni er varla hægt að selja opinn
hugbúnað sem
slíkan. Hinsvegar má selja eigin breytingar
(með
skilyrðum), uppsetningu og vinnu við stillingar
o.þ.h. Og
það má selja þjónustu
við
hugbúnaðinn. Þetta
síðasttalda má
segja að sé undirstaðan fyrir
viðskiptamódel
opins hugbúnaðar.
Samanburður
á opnum vs
lokuðum hugbúnaði
Opinn
hugbúnaður:
|
Lokaður
hugbúnaður:
|
Aðgengilegur
grunnkóði
Skrifaður í
hópum (peer-review)
Kóði
endurnýttur sem kostur er
Stuðst við staðla
Frjáls notkun og breytingar
Ekki endilega ókeypis |
Betri
aðgangur að
grunngögnum (t.d.
vélbúnaður)
Betri aðgangur að
fjármagni
lokaður
óaðgengilegur kóði
viðbætur/breytingar oft
bannaðar
gæðum
kóða stundum fórnað fyrir
markaðshagsmuni
ekki endilega gegn gjaldi |
Því
má bæta við að almennt inniheldur
opinn
hugbúnaður mun færri forritunarvillur
heldur en
lokaður hugbúnaður af svipaðri
stærðargráðu*.
Hverjir
eru að nota
Linux?
Til
dæmis þeir sem fannst tilvistarleg undarlegheit
falin
í því að þurfa
að smella á
hnapp sem á stendur “Start” þegar menn
ætla að
slökkva á tölvunni :-)
Að
öllu gríni slepptu:
Linux hefur lengi verið í notkun baksviðs
til að
keyra allskyns þjónustur og miðlara.
Aðalbakbein
internetsins keyra á Linux/UNIX ásamt meirihluta
almennra
netþjóna. Símstöðvar,
netþjónar, gagnagrunnavélar og
skráamiðlarar hafa verið notaðar til
að
fóðra Windows útstöðvar
á efni innan
fyrirtækja og stofnana. Í dag eru mörg
stór
fyrirtæki að horfa stíft á
Linux sem
viðmót fyrir starfsfólk sitt, nokkur hafa
þegar
skipt yfir að einhverju eða öllu
leyti.
Eins
er
orðið algengt að Windows
þjónar séu
keyrðir í sýndarumhverfi (VM)
á Linux
vélum.
Linux hefur lítið komist inn á
einkatölvumarkaðinn, þó
sú
markaðshlutdeild fari heldur vaxandi (~1%
árið 2007).
Undantekning eru svokallaðir flakkarar sem komnir eru inn
á
mörg heimili, flestir þeirra nota einhverja
gerð af
Linux stýrikerfi. Eins er eitthvað af
símum með
Linux stýrikerfi.
Sú
staða er komin upp að stökkið sem
þarf að
taka til að skipta úr t.d. WindowsXP yfir
í sumar
dreifingar Linux er orðið lítið
minna en að
skipta úr WinXP yfir í Vista. Engar
ýkjur.
Hvort
stökkið sem væri tekið
þarfnast
ákveðinnar leiðsagnar fyrir marga almenna
notendur sem
vanir eru gamla kerfinu sínu. Og reynslan hefur
sýnt
að þeir sem ekki hafa neina fyrri
tölvureynslu eiga
alveg jafn auðvelt með að byrja á
Linux eins og
öðrum stýrikerfum.
Við ætlum að reyna að halda
úti
greinargóðum leiðbeiningum fyrir
þá sem
hafa áhuga á að kynna sér
Linux,
góður staður til að byrja
gæti verið
hér.
Efnisyfirlit