stellarium-haus
screen preview
Stellarium er opinn og frjáls stjörnuhiminn fyrir tölvuna þína. Það sýnir raunsanna mynd af himninum í 3D, rétt eins og horft sé með berum augunum, sjónauka eða stjörnukíki.
Hugbúnaðurinn er einnig notaður til sýninga í stjörnuhvolfum. Stilltu bara hnitin þín og láttu þig dreyma. skoða skjámyndir

forritið

er nú í útgáfu 0.9.1

Windows og Mac notendur geta hlaðið niður uppsetningapökkum með krækjunum hér til hægri.
Linux notendur ættu að nota pakkastjóra dreifingarinnar sinnar; Stellarium er til dæmis inni á Pacman forritasafninu. Sé það ekki í boði þarf að setja upp frá source, nú eða ef menn vilja ganga á blábrúninni þá er hægt að setja upp SVN- útgáfuna sem er í stöðugri þróun.
Annars er vísað hér í enskar leiðbeiningar á heimasíðu Stellarium eða í notendahandbókinni.

XML

wiki

Wiki-svæðið er staðurinn sem notendur og hönnuðir stellarium nota til að halda til haga allri þekkingu á forritinu, þar getur þú komið þínum skerf á framfæri líka.

uppsetning

Setja upp íslenska þýðingu Stellarium:
"Handvirk" uppsetning þýðingarinnar ekkert stórmál ef maður veit hvar .mo skráin á að vera.

Á Windows 2000/XP þarf að vista skrána inn (sem administrator) á: C:\Program Files\Stellarium\locale\is\
LC_MESSAGES\stellarium.mo (búa til þær möppur sem á vantar).

Á OSX getur uppsetningarmappan verið á ýmsum stöðum en er þó víst oftast á /Applications/stellarium
(þýðingin fer þá í /Applications/stellarium/locale/is/
LC_MESSAGES/stellarium.mo) o.s.frv.  

Á flestum linux dreifingum er staðsetningin /usr/share/locale/is/LC_MESSAGES/stellarium.mo að sjálfsögðu þarf maður að vera með skrifréttindi í þá möppu.

Setja upp nýtt landslag:

Fyrir landslagið er staðsetningin á Windows 2000/XP: C:\Program Files\Stellarium\landscapes\vonarskard (afzippa pakkann héðan inn í \landscapes).

Á OSX þarf að finna uppsetningarmöppuna sem er oftast á /Applications/stellarium og vista landslagið inn í landscapes möppuna; innihald möppunnar í .zip skránni fer í /Applications/stellarium/landscapes/vonarskard/. 

Á flestum linux dreifingum er staðsetningin /usr/share/stellarium/landscapes/vonarskard/ .

Setja upp fleiri stjörnur:

Til að halda uppsetningarpökkum Stellarium innan viðráðanlegra marka, eru einungis fjórir af níu sjörnugagnagrunnum Stellarium með í uppsetningunni. Til að bæta við fleiri grunnum (catalogs) eru leiðbeiningar hér. Til gamans má geta að sá níundi inniheldur  116,923,084 stjörnur, er  674Mb í niðurhali og þarfnast amk 1024Mb vinnsluminnis.


Uppfært: 22.05.2008