Íslensk ÞÝÐING
STÝRIKERFIS OG FORRITA
Hvers
vegna ætti maður
að vera að nota íslenskt
viðmót á stýrikerfið
sitt, eða að vera að stauta í gegnum
skipanir í forriti á íslensku
þegar öll þessi tölvutengdu
hugtök eru svo mikið tamari á ensku?
Þetta er allt hvorteðer skrifað á
ensku og ef maður notar enskuna þá skilja
allir alla, ekki satt?
Enska er ekki (eina) málið
Mikill
minnihluti jarðarbúa hefur
ensku að móðurmáli, skilningur
sá sem lagður er í hugtök sem
upphaflega voru á ensku (og þar
áður á latínu eða
forn-norrænu) er alltaf að breikka. Núna
eru gerðar um sérstakar orðabækur
með suðausturasískri ensku,
suðurafrískri, indverskri og til er
sérstök mállýska sem kallast
alþjóðaenska - "International English",
að ógleymdum meginstofnunum en_us og en_gb.
Sífellt minni hluti forrita og
viðmóta er skrifaður af fólki sem
hefur ensku að móðurmáli. Ekki er
hægt að ganga út frá
því sem vísu að enska
sú sem sýnd er í
forritsviðmóti sé "rétt"
eða standist lágmarkskröfur um
málfræði.
Það er aumingjaskapur að nota
ekki íslensku í samskiptum við
aðra íslendinga, þegar til eru
hugtök yfir hlutina. Aumingjaskapurinn liggur í
því að maður er ekki að
sinna þessu verkfæri sem manni var gefið -
verkfæri sem er sérstakt,
vandmeðfarið og viðkvæmt (vegna
fámennis). Þetta er eins og að skilja
rándýru hleðsluborvélina
eftir í margar vikur úti í
garði um hávetur. Sunnanlands.
Og hvað með það ?
Seint
getur maður búist við að
nokkurntíma verði allt
þýtt á íslensku í
öllum
þeim forritum sem eru í almennri notkun. Og seint
verða þýðingarnar gerðar
í eitt skipti
fyrir öll; íslenskan þróast og
þýðingar aðlagast. Þetta
er viðvarandi
aðgerð.
Spurningin er; á að láta
sérfræðinga um að
þýða
tölvuumhverfið okkar, eða á kannski
að leyfa
hinum almenna notanda að hafa sitt að segja ?
|